Samvinna og aðstoð
-
Leiðbeiningar og tól
Hér getur þú nálgast leiðbeiningar og tól til að búa til skýra, einfalda og hraðvirka opinbera þjónustu.
-
Stafræn viðmið
Stafræn þjónustuviðmið skiptast í 16 áherslumál sem eru til þess fallin að hjálpa stofnunum að búa til og þróa stafræna þjónustu.
-
Samfélag um stafræna þróun
Við viljum meiri umræðu um stafræna þjónustu hins opinbera. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í að móta stafræna þjónustu vertu þá með í umræðunni. Þú finnur okkur á LinkedIn og Facebook.
Stafræn framtíð
-
Aðgengileg þjónusta
Við leggjum áherslu á aðgengilega opinbera þjónustu sem byggist á þörfum notenda. Við viljum bjóða borgurum einfalda þjónustu í samskiptum við hið opinbera og hverfa frá því fyrirkomulagi að notendur þurfi að sækja þjónustu til margra mismunandi stofnana.
-
Þjónusta sniðin að þér
Við greinum gögn til að þróa þjónustu sem svarar þörfum notenda. Gögnin gera okkur kleift að þekkja betur þær væntingar sem einstaklingar og fyrirtæki hafa til opinberrar þjónustu og hjálpa okkur að forgangsraða og flýta fyrir þróun. Á sama tíma leggjum við áherslu á að hver og einn hafi stjórn á eigin upplýsingum.
-
Þjónusta fyrir framtíðina
Við leggjum áherslu á að bæta stafræna þekkingu hjá hinu opinbera og vera í samstarfi við framsækin fyrirtæki til að bjóða fyrsta flokks þjónustu. Við förum vel með skattfé og leggjum þar af leiðandi áherslu á skilvirkar lausnir sem auðvelt er að viðhalda.