Fréttir & greinar

Hvað segja notendur um miðlæga þjónustugátt?

28.3.2019

Í nóvember 2018 vann Stafrænt Ísland með aðstoð fyrirtækisins SJÁ ehf. notendakönnun sem fólst í djúpviðtölum við notendur um opinbera þjónustu í stuttri athugun um miðlæga þjónustugátt.

Í nóvember 2018 vann Stafrænt Ísland með aðstoð fyrirtækisins Sjá ehf. notendakönnun sem fólst í djúpviðtölum við notendur um opinbera þjónustu í stuttri athugun um miðlæga þjónustugátt.

Tekin voru djúpviðtöl til að kortleggja þarfir og væntingar notenda í tengslum við opinbera þjónustu. Rætt var við einstaklinga með ólíkan bakgrunn og þeir valdir annars vegar út frá starfi sínu (fjármála- og rekstrarstjórar fyrirtækja, aðilar í ferðaþjónustu, veitingahúsarekstri, byggingariðnaði, starfsmannaleigu eða verktakamiðaðri þjónustu) og hins vegar út frá aldri og fjölskylduaðstæðum (ungt fólk, fjölskyldufólk með börn og jafnvel börn sem þurfa mikla og sértæka þjónustu, eldra fólk sem farið er að huga að starfslokum).

Helstu niðurstöður voru:

  • Notendur vilja nálgast stafræna opinbera þjónustu á einum stað.
  • Notendur kjósa stafrænar leiðir ef þær eru í boði.
  • Notendur vilja að réttindi þeirra séu skýr og þeir séu upplýstir um þau í samræmi við æviskeið eða stöðu.
  • Notendur vilja sérsniðna þjónustu sem miðast við notkun og grunnupplýsingar.
  • Notendur vilja að afgreiðsluferli séu einfölduð þannig að notandi sé leiddur áfram skref fyrir skref frá upphafi til enda.
  • Notendur vilja að þeim sé gert auðveldara að deila gögnum sínum með þriðja aðila, eins og stofnunum eða fyrirtækjum.
  • Notendur hugsa um öryggi og treysta rafrænum skilríkum.

Hér má einnig sjá orðaský af því sem notendur nefna þegar þeir hugsa um þjónustu hins opinbera, flokkað eftir því hvort þeir voru valdir eftir starfi eða fjölskylduaðstæðum.

Myndband unnið upp úr viðtölum við notendur um opinbera þjónustu og miðlæga þjónustugátt

 

Höfundur greinar

Fjóla María Ágústsdóttir Fjóla María Ágústsdóttir
Deila þessari síðu

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is