Hvert stefnum við

Þjónusta fyrir framtíðina

19.3.2019

Við leggjum áherslu á að bæta stafræna þekkingu hjá hinu opinbera og vera í samstarfi við framsækin fyrirtæki til að bjóða fyrsta flokks þjónustu. Við förum vel með skattfé og leggjum þar af leiðandi áherslu á skilvirkar lausnir sem auðvelt er að viðhalda.

Þjónusta fyrir framtíðina

Við sett okkur eftirfarandi markmið fyrir opinbera þjónustu til framtíðar:

  1. Styðja fólk og fyrirtæki í landinu með leiðbeiningum og tólum til að bæta þekkingu og hæfni sem þarf til að hanna stafræna þjónustu á heimsmælikvarða.
  2. Innleiða nýjar aðferðir sem gera okkur kleift að vinna betur saman og ná árangri fyrr og auka þar af leiðandi gæði og minnka áhættu.
  3. Auka samvinnu við alla aðila, lítil og meðalstór fyrirtæki, háskólasamfélagið og taka auk þess þátt í samfélagslegum verkefnum.
  4. Þróa endurnýtanlegar og sjálfbærar lausnir.
  5. Skapa virði fyrir fólk og fyrirtæki með tilliti til fjárfestingastýringar og áhættu.
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is