Hvert stefnum við

Þjónusta sniðin að þér

19.3.2019

Við greinum gögn til að þróa þjónustu sem svarar þörfum notenda. Gögnin gera okkur kleift að þekkja betur þær væntingar sem einstaklingar og fyrirtæki hafa til opinberrar þjónustu og hjálpa okkur að forgangsraða og flýta fyrir þróun. Á sama tíma leggjum við áherslu á að hver og einn hafi stjórn á eigin upplýsingum.

Þjónusta sniðin að þér

Við höfum sett okkur eftirfarandi markmið í tengslum við gagnanotkun til að skila betri þjónustu:

  1. Þjónustan aðlagist þeim upplýsingum sem notendur vilja deila.
  2. Forgangsröðun verkefna byggist á greiningu gagna og þörfum notenda.
  3. Nota tæknilausnir sem tryggja að þær ákvarðanir sem teknar eru verði gagnsæjar og standist skoðun.
  4. Vinna traust notenda með því tryggja öryggi gagna.

 

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is