Fréttir & greinar

Ísland í samanburði

17.4.2019

Öll verkefni sem verkefnastofan sinnir eru unnin í samstarfi við ráðuneyti og stofnanir og hafa að markmiði að styðja við stafræna þróun, auka samstarf á milli opinberra aðila og greina tækifæri til samrekstrar.

Tímarnir breytast ört

Framfarir í upplýsingatækni liðinna ára hafa umbylt hugmyndum og aðferðum við veitingu opinberrar þjónustu. Tækninýjungar líkt og gervigreind, vélmenni og internettenging hluta hafa rutt eldri aðferðum úr vegi og skapað margvísleg tækifæri fyrir þjónustuveitendur. Þjóðfélagið allt nýtur góðs af þessum framförum sem skila sér í meiri skilvirkni, minnka kostnað og bæta þjónustu. Tækniframfarir hafa nú þegar breytt því hvernig opinber þjónusta er veitt og gert almenningi kleift að nálgast þjónustu yfir 300 stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka með öruggum hætti á netinu með rafrænni auðkenningu.

Kannanir sýna að almenningur vill geta nálgast þjónustu hins opinbera á netinu, hvar og hvenær sem er. Frá og með árinu 2020 er stefnt að því að stafræn samskipti verði meginsamskiptaleið hins opinbera við fyrirtæki og almenning í gegnum Ísland.is.

Staða Íslands

Ein helsta forsenda þess að hægt sé að bæta stafræna þjónustu er að einstaklingar og fyrirtæki geti treyst því að hún sé jafn örugg og hefðbundin þjónusta. Tölvukunnátta almennings og aðgengi að tölvum þarf sömuleiðis að vera gott. Ísland er vel statt í þessum efnum. Til staðar er tækniumhverfi sem byggist á rafrænum skilríkjum til auðkenningar og fullgildrar undirskriftar. Ísland er jafnframt leiðandi á sviði háhraðanettenginga og hérlendis er netnotkun með því mesta sem gerist. Þjónustan getur hins vegar aldrei orðið betri en innviðirnir sem hún byggist á og því liggja tækifæri til umbóta í uppbyggingu innviða og endurskipulagningu upplýsingatæknimála hins opinbera.

Nokkrar nágrannaþjóðir teljast vera í fremstu röð í þróun stafrænnar þjónustu. Má þar einkum nefna Eistland, Finnland og Danmörku. Ísland á nokkuð í land til að standa jafnfætis þessum þjóðum. Yfirlit yfir styrkleika og veikleika opinberrar stafrænnar þjónustu hér á landi er í meðfylgjandi töflu ásamt viðfangsefnum sem unnið er að eða taka þarf ákvarðanir um.

Ísland í samanburði

Styrkleikar

Við hjá þjóðum í fararbroddiStaðan á ÍslandiViðfangsefni
Útbreiðsla áhraðatengingaÍ fremstu röðLjúka verkefnum fjarskiptasjóðs
Netnotkun almenningsÍ fremstu röð í öllum hópumNýta betur í opinberri þjónustu
Þekking og mannauðurÍ fremstu röð Tryggja þarf réttan mannauð í réttum stöðum
Grunnkerfi og skrárÍ fremstu röðHluta grunnkerfa þarf að endurnýja
Notkun netsins til samskipta við opinbera aðilaÍ fremstu röðFæra samskiptin yfir á fleiri svið og gera gagnvirkari
Örugg auðkenning notendaÍ fremstu röðTryggja þarf yfirráð ríkisins yfir auðkenningu með rafrænum skilríkjum
Miðlægt rafrænt pósthólfTil staðarUnnið að fjölgun stofnana sem tengjast pósthólfinu

Veikleikar

Viðmið hjá þjóðum í fararbroddiStaðan á ÍslandiViðfangsefni
Samræmdur tækniarkitektúr hins opinberaEkki til staðarÍ vinnslu
Örugg og samræmd gagnasamskiptiFremur veikInnleiðing á Staumnum (X-Road) er hafin
Sjálfsafgreiðsla notendaFremur veikUnnið verði að aukinni sjálfsafgreiðslu á Ísland.is á grundvelli þarfa notenda
Aðgengi einstaklinga að gögnum hjá hinu opinberaFremur veikUnnið verði að því að veita aðgang að gögnum sem hið opinbera ræður yfir
Sameiginleg innkaup, þróun og rekstur kerfaAlmennt er rekstur dreifðurUnnið verði að því að fækka rekstraraðilum upplýsingatækni með auknum samrekstri
Sameiginleg innkaup, þróun og rekstur upplýsingakerfa sveitarfélagaFremur veikUnnið verði að því að styrkja samstarf ríkis og sveitarfélaga á sviði stafrænnar þjónustu
Miðlæg eining sem leiðir þróun stafrænnar þjónustuFremur veik en í uppbygginguSérstök eining stafrænnar þjónustu sem verði efld á grunni verkefnastofu um stafrænt Ísland og hún gerð varanleg
Þátttaka ráðuneyta í útbreiðslu stafrænnar þjónustuFremur veikHvert ráðuneyti fyrir sig vinni heildstæða áætlun með þátttöku stofnana um innleiðingu stafrænnar þjónustu
Fjármögnun og forgangsröðun upplýsingatækniverkefnaFremur veikUnnið verði að því að stærri framlög til þróunar upplýsingatækni og stafrænnar þjónustu verði færð á einn málaflokk
LagaumgjörðFremur veikUnnið verði að lagasetningu sem styður við stafræna opinbera þjónustu
Fréttir og greinar

Lestu meira um starfið

Höfundur greinar

Jónatan Örlygsson Jónatan Örlygsson
Deila þessari síðu

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is