Fréttir & greinar

Microsoft hugbúnaðarlausnir fyrir stofnanir

28.11.2019

Þann 22. Nóvember 2019 var haldin sérstök kynning í Húsi Vigdísar um Pólstjörnuna, sem er verkefni á vegum Stafræns Íslands. Pólstjarnan er þjónusta sem Stafrænt Ísland veitir stofnunum ríkisins þegar kemur að innleiðingu Microsoft skrifstofuhugbúnaðarlausna, en fjölmargir stjórnendur sóttu viðburðinn fyrir hönd sinna stofnana til að hlusta á innihaldsríkar kynningar frá þeim sem koma að verkefninu.

Viðburðurinn

Farið var yfir ýmislegt, meðal annars þau fjölmörgu tól sem Microsoft umhverfið býður uppá til að einfalda líf starfsmanna, tryggja skilvirkni og auka öryggi. Meðal fjölmargra tóla má nefna samskiptaforritið Microsoft Teams, en umræðan teygði sig alla leið inn í salinn þar sem viðburðagestir tjáðu sig um þá reynslu sem þeir höfðu á notkun Teams og þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið á vinnustaðnum eftir innleiðingu Microsoft hjá sinni stofnun.

Dagskrá viðburðarins var eftirfarandi:

 • Aðdragandi og markmið – Einar Birkir Einarsson, Stjórnandi Stafræns Íslands
 • Af hverju Microsoft 365? Möguleikar og tækifæri fyrir íslenskar stofnanir – Ragnhildur Ágústsdóttir, Microsoft Íslandi
 • Hugbúnaðarleyfaumsýsla ríkisins – Vilhjálmur Hallgrímsson, sérfræðingur Fjársýslu ríkisins
 • Undirbúningsferlið og öryggi – Vigfús Gíslason, verkefnastjóri Pólstjörnunnar
 • Innleiðingaráætlun, hvað er framundan? – Halldór Másson, verkefnastjóri innleiðingar
 • Meiri samvinna og meiri skilvirkni. Minna flækjustig og minni tímasóun – Ásta Bærings mannauðsstjóri Þekkingar
 • Vinnustaður framtíðarinnar – Hjálmur Hjálmsson, ráðgjafi Capacent

Markmið með Microsoft samningi

Markmiðið með Microsoft samningi er að:

 • Lykiláhersla verkefnisins er að stórauka öryggi gagna og bæta rekstur kerfa
 • Koma öllum stofnunum ríkisins á nýjan tæknigrunn sem býður aukinn og sveigjanlegri samskiptamáta með öruggum hætti milli stofnana
 • Allar stofnanir ríkisins séu með rétt og gild leyfi og þar með lækka rekstraráhættu ríkisins vegna hugbúnaðarmála
 • Ná fram hagstæðari heildarsamningum og lækka kostnað ríkisins vegna Microsoft hugbúnaðar

Áætlanir og áform

Innleiðing á Microsoft lausnum hjá ríkinu hefur farið vel afstað og er áætlað að árlegur ávinningur muni koma fram að fullu árið 2023 í formi mikils tímasparnaðar hjá starfsmönnum sem og öðrum beinum og óbeinum áhrifum. Stafrænt Ísland hefur sett sér markmið um innleiðingu og eru stærri stofnanir í forgangi, við viljum samt sem áður hvetja allar stofnanir sem hafa áhuga á innleiðingu Microsoft að hafa samband til þess að sjá hvenær þær geti vænst þess að leggja afstað í þessa spennandi vegferð.

Áætluð hagræðing með Microsoft innleiðingu

Horfðu á viðburðinn í heild sinni

Innleiðing Microsoft samnings. Hvað þýðir það fyrir stofnanir? Kíktu á myndbandið eða sæktu kynninguna á PDF formi hér.

Höfundur greinar

Jón Bragi Gíslason Jón Bragi Gíslason
Deila þessari síðu

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

island@island.is