Fréttir & greinar

Nýsköpunarmót!

4.10.2019

Í gær tókum við þátt í nýsköpunarmóti sem haldið var á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Ríkiskaupa og fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Í gær tókum við þátt í nýsköpunarmóti sem haldið var á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Ríkiskaupa og fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Eitt af markmiðum laga um opinber innkaup er að stuðla að nýsköpun og því er mikilvægt að tengja saman fyrirtæki, sprota og fólk með nýsköpunarhugmyndir við opinbera aðila.  Þetta er í fyrsta skipti sem svona nýsköpunarmót er haldið og virkar í raun eins og hraðstefnumót á milli opinberra aðila og fyrirtækja til að ræða möguleika á samstarfi.

Fyrirtækjum gefst þannig tækifæri á að kynna mögulegar lausnir á áskorunum opinberra aðila með það fyrir augum að kynna sig, fá hugasanlega tækifæri til þróunar og rannnsóknarverkefna eða vera hugmynd að nýjum verkefnum í framhaldinu færu svo í opinbera innkaupaferla.

Meiri upplýsingar um þetta er að finna hér 

Við áttum frábæra fundi með fulltrúum 11 fyrirtækja og hittum mikið af frábæru fólki með flottar hugmyndir sem mögulega geta nýst hinu opinbera við þróun stafrænnar þjónustu og við hlökkum til að halda samtalinu áfram! Því miður náðum við ekki myndum með öllum sem við hittum!

 

 

Höfundur greinar

Berglind Ragnarsdóttir Berglind Ragnarsdóttir
Deila þessari síðu

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is