Fréttir & greinar

Pólstjarnan – kynning fyrir upplýsingatæknistjóra

18.12.2019

Sérstök kynning var haldin í Húsi Vigdísar þann 17. desember 2019 fyrir upplýsingatæknistjóra, upplýsingatæknirekstrar- og notendaþjónustuaðila. Markmiðið með kynningunni var að veita upplýsingar um tæknilega stöðu Pólstjörnunnar, hönnun og skipulag með áherslu á tækni og rekstur um innleiðingu Microsoft skrifstofuhugbúnaðarlausna hjá A-hluta stofnunum íslenska ríkisins.

 

 

 

Kynningin

Farið var yfir aðdraganda verkefnisins, markmið þess og mögulegan ávinning. Áhersla var lögð á tæknilega uppsetningu, rekstrar- og þjónustusamninga vegna verkefnisins og rædd voru öryggismál er varða nýtt umhverfi.

Dagskráin var eftirfarandi:

9:00 – Opnun fundar og kynning dagskráar – Hjálmur Dór Hjálmsson

9:05 – Markmið og mögulegur ávinningur verkefnisins – Einar Birkir Einarsson, stjórnandi Stafræns Íslands

9:20 – Arkitektúr og tæknileg uppsetning – Elvar Hrafn Aðalgeirsson og Vigfús Gíslason

10:00 – Þjónusta og rekstur  lokinni innleiðingu – Ingvar Ágúst Ingvarsson

10:25 – Öryggi gagna – Vigfús Gíslason

10:50 – Innleiðingaráætlun – Halldór Másson

11:10 – Spurningar og svör

Vigfús Gíslason fer yfir stöðu mála

Upptaka

Upplýsingatæknistjórar, kerfisstjórnendur, notendaþjónustuaðilar, upplýsingaöryggisstjórar og aðrir sem koma að tæknilegum rekstri og notendaþjónustu íslenskra A-hluta stofnana var boðið á viðburðinn og mættu í kringum 70 manns. Viðburðurinn var tekinn upp og hægt er að horfa á hann hér fyrir neðan:

 

Höfundur greinar

Jón Bragi Gíslason Jón Bragi Gíslason
Deila þessari síðu

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is