Vertu með

Vinnum saman

Við hjá Stafrænu Íslandi getum aðstoðað þig við stafvæðingu opinberrar þjónustu og komið að verkefnum með ýmsu móti. Við viljum auka samtal milli stofnana, fyrirtækja og einstaklinga og verðum með tæki og tól hér á vefnum til að aðstoða við margvíslega þætti verkefna sem snúa að því að gera þjónustu stafræna.

Samvinna

Staðan í dag

0 stofnanir

Fjöldi stofnana

0 opinberar vefsíður

Fjöldi opinbera vefsíðna

0 mínar síður

Fjöldi stofnanna með mínar síður

Spurningar

Algengar spurningar

Stafrænt Ísland er verkefnastofa sem vinnur að stafrænum verkefnum innan hins opinbera. Verkefnin eru fjölmörg og skiptast í þrjá flokka:

  1. Byggja innviði sem gera stafræna ferla hins opinbera mögulega.
  2. Styðja stofnanir í sinni stafrænu vegferð.
  3. Auka samrekstur hins opinbera í upplýsingatækni.

Verkefnastofa um Stafrænt Ísland var sett á laggirnar í upphafi árs 2018 og heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Þú getur lesið meira um verkefnin okkar hér.

  1. Fyrir almenna borgara: Stafrænt Ísland vinnur að stöðugum umbótum í opinberri þjónustu sem nýtist öllum landsmönnum. Auk þess getur efnið nýst í stafrænni vegferð fyrirtækja og er aðgengilegt hér.
  2. Fyrir stofnanir: Stafrænt Ísland býður stofnunum upp á stuðning við stafræna vegferð í ýmsu formi. Ef stofnunin þín hefur áhuga á að fara í stafræna vegferð, ekki hika við að hafa samband við okkur. Stafrænt Ísland býður m.a. upp á vinnustofur til að koma stofnunum af stað í stafrænni þjónustuhönnun, aðstoð við samrekstur á vefsíðum, hugbúnaði og vélbúnaði og margt margt fleira.

Ef þú vilt vita meira, ekki hika við að hafa samband. Við hjá Stafrænu Íslandi elskum að tala við fólk um stafræna umbyltingu og leiðir til hagkvæmari reksturs og aukinnar sjálfsafgreiðslu. Hér finnurðu form til að hafa samband við okkur en þú finnur okkur einnig á Facebook og Linkedin.

 

+

Við notum orðið þjónustuferli yfir alla þá þjónustu sem hið opinbera veitir almenningi og fyrirtækjum. Dæmi um þjónustuferla eru ýmiss konar leyfisumsóknir, fæðingarorlof, upplýsingagjöf stofnana, fyrirtækjaskrá, flutningur lögheimilis og margt margt fleira.

Skilgreining Toms Loosemores á því sem er stafrænt snýr að því að nýta menningu, verklag, verkferla og tækni internetaldarinnar til að bregðast við auknum væntingum fólks. Rafrænt þýðir hins vegar allt sem gengur fyrir rafmagni.

Þetta þýðir að brauðrist er rafræn en alls ekki stafræn. Þegar talað er um þjónustu er þjónusta orðin rafræn um leið og hún er til á pdf-formi en til þess að hún teljist stafræn þarf fleira að koma til, t.d. gagnvirkni og rekjanleiki.

Þegar notast er við menningu, verklag, verkferla og tækni internetaldarinnar til að bregðast við auknum væntingum fólks.

Stafrænt Ísland - Hafa Samband

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Hafðu samband

Tryggvagata 19 101 Reykjavík Ísland

Hafa samband

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.