Samvinna

Notendamiðuð þjónustuhönnun

11.3.2019

Notendamiðuð þjónustuhönnun er aðferðafræði, ferli eða verkfærakista sem byggist á verklagi sem áður þekktist eingöngu hjá hönnuðum að lausnum vandamála sem fyrirtæki og stofnanir glímdu við. Notendamiðuð þjónustuhönnun hefur reynst afar vel við þróun stafrænna lausna fyrir flókna þjónustuferla. Hönnun á lausn verður notendamiðuð þegar hlustað er á þarfir og skoðanir notenda  þjónustunnar. Hönnunin er tiltölulega einföld og byggist á að nota verkfæri sem flestir þekkja, en nota þau kerfisbundið í þverfaglegu teymi til að vinna að frumgerð.

Hvaðan kemur notendamiðuð þjónustuhönnun og hverjum nýtist hún?

Það er löngu sannað að verðmætustu lausnirnar verða til þegar fólk setur vandamálið sem á að leysa í fyrsta sæti en ekki mögulega lausn.

Sú leið sem við notumst oftast við þegar við tökumst á við vandamál er:

  1. að sjá vandamálið,
  2. að hugsa: „Þetta er lausnin.“
  3. framkvæma.

Að framkvæmd lokinni getum við rekist á fleiri vandamál og þá færist fókusinn yfir í að reyna að aðlaga lausnina sem við bjuggum til að þeim vandamálum sem við rekumst á í framhaldinu.

Ef við leysum vandamálið með notendamiðaðri þjónustuhönnun lítur ferlið allt öðruvísi út:

  1. Setja sig í spor notandans.
  2. Skilgreina vandamálið.
  3. Hugmyndavinna.
  4. Frumgerðir.
  5. Prófanir.

Hægt er að nota fjölmörg verkfæri og sum verkfærin er hægt að nota á fleiri en einu stigi ferlisins. En hins vegar þarf ekki að fara í gegnum þessi stig hvert á fætur öðru þar sem kjarninn í notendamiðaðri þjónustuhönnun felst í ítrunum, þ.e. að prófa sig áfram og fara til baka á öllum stigum.

Allir geta unnið að notendamiðaðri þjónustuhönnun en það er hins mjög auðvelt að falla í þá gryfju að halda að unnið sé samkvæmt aðferðafræðinni þegar raunin er allt önnur. Því mælum við með því að fá einhvern sem kann til verka til að stýra slíkum vinnustofum. Allir geta tekið þátt og í raun þarf enga tækniþekkingu. Einn af kostunum við notendamiðaða þjónustuhönnun er sameiginleg nýyrðasmíði í tengslum við nýsköpun, sem auðveldar fólki með mismunandi þekkingu og reynslu að vinna saman.

Gagnlegt efni:

Efni til að nota á vinnustofum.

Vefslóð – A Virtual Crash course in Design Thinking.

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is