Samvinna

Hvað er spunnið í opinbera vefi?

27.3.2019

Verkefnastofan hefur komið upp myndrænni framsetningu á niðustöðum kannana frá 2005 til 2017 í samstarfi við Capacent, sem sjá má hér.

Á þessari síðu

Um verkefnið

Umbætur á opinberum vefjum er samstarfsverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, forsætisráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gerð er úttekt á opinberum vefjum annað hvert ár í samvinnu við Sjá ehf. Niðurstöður könnunarinnar eru mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja.

Síðasta úttekt var gerð árið 2017 og verður næsta úttekt haustið 2019. Undirbúningur er þegar hafinn og verður spennandi að sjá hver þróunin hefur verið frá 2017.

Markmið

Vefir opinberra aðila hafa það hlutverk að veita einstaklingum og lögaðilum þjónustu og upplýsingar um réttindi og skyldur. Mikilvægt er að efni, nytsemi, öryggi, aðgengi og þjónusta sé eins og best verður á kosið. Auk þess eru vefirnir verkfæri til að auka lýðræðislega þátttöku.

Gagnatorg Capacent
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is