Samvinna

Þverfagleg stafræn teymi

4.4.2019

Þegar teymi er sett saman til að móta stafræna þjónustu er mikilvægt að í því sé fagfólk með mismunandi hlutverk. Slík teymi kallast þverfagleg stafræn teymi. Hér eru talin upp grundvallarhlutverk teymis en auðvitað getur þurft meira til ef þjónustueiningin sem á að hanna er viðamikil.

Grundvallarhlutverk teymis

Í teymi sem mótar opinbera þjónustu þarf að vera fólk með eftirfarandi hlutverk eða þekkingu eða aðgang að upplýsingum:

 • Vörustjóri.
 • Þjónustuveitandi.
 • Skilastjóri.
 • Notendarýnir.
 • Efnishönnuður.
 • Vefsíðuhönnuður.
 • Forritari.

Sú þekkingin sem þörf er á mun breytast á líftíma vörunnar. Fleiri hlutverk koma þá til sögunnar.

Allt teymið og þá sérstaklega hönnuðir, notendarýnar, efnishönnuðir og forritarar verða að vinna saman að hönnun, gerð, endurskoðun sem og endurbótum þjónustunnar sem byggist á þörfum skilgreindra notenda.

Hlutverkalýsing

Vörustjóri

Vörustjórinn vinnur með teyminu til að:

 • tryggja að þjónustan verði sniðin eftir forgangsröðun skipulagsheildar,
 • skilgreina framtíðarmarkmið þjónustunnar (stundum kallað framtíðarsýn í Agile-vörustjórnun),
 • tryggja að þjónustan samrýmist þörfum notenda,
 • tryggja að þjónustan sé aðgengileg öllum, þ.mt. fólki með sérþarfir,
 • forgangsraða athugasemdum er varða notkun fyrir hvern sprett,
 • gera athugasemdir við tæknilegar, efnislegar og hönnunarlegar lausnir,
 • samþykkja athugasemdir er varða notkun þegar þær berast.

Þjónustuveitandi

Þjónustuveitandi verður að hafa ákvörðunarvald til þess að geta lokið við verkefnið og skilað frá sér öllu sem tengist verkefninu.

Hann þarf einnig að:

 • bera alhliða ábyrgð á þróun, rekstri og stöðugum umbótum þjónustunnar,
 • vera fulltrúi þjónustunnar þegar hún er tekin út og metin,
 • tryggja að nauðsynlegum verkefna- og staðfestingarferlum sé fylgt,
 • koma auga á og draga úr áhættu sem verkefnið felur í sér,
 • styðja við og hvetja til víðtækrar upptöku á stafrænni þjónustu og reyna að hámarka notkun hennar,
 • bera ábyrgð á stafrænni notendaþjónustu.

Skilastjóri

Skilastjórinn ber ábyrgð á að:

 • setja upp Agile-umhverfið fyrir teymið til þess að móta og bæta notendamiðaða þjónustu,
 • ryðja hindrunum úr vegi og fjarlægja flöskuhálsa í ferlinu,
 • betrumbæta teymið og sjálfvirknivæða vinnu þess,
 • tryggja að aðgengi sé haft að leiðarljósi á öllum stigum verkefnisins.

Notendarýnir

Greining notenda hjálpar teyminu að læra hvernig fólkið nýtir þjónustuna. Notendarýni er gagnleg við hönnun og mótun þjónustunnar sem er sniðin að notendum, þ.m.t. fólki með sérþarfir og þeim sem þurfa aðstoð.

Í teyminu munu greinendurnir:

 • skipuleggja og standa fyrir greiningu með fjölbreyttum aðferðum,
 • fá aðra meðlimi teymisins til að taka þátt í notendagreiningunni og hjálpa teyminu að þróa djúpa þekkingu á notendum,
 • setja fram skýrar niðurstöður sem hjálpar teyminu að bæta þjónustuna. Niðurstöðurnar byggjast á gögnum og staðreyndum.

Efnishönnuður

Efnishönnuðir eru ábyrgir fyrir framsetningu efnis þjónustunnar.

Efnishönnuður vinnur að hönnun þjónustunnar með því að:

 • þróa efnisplön og -stefnu sem byggist á þörfum notenda,
 • skrifa skýran, notendavænan og aðgengilegan texta á íslensku,
 • yfirfara efni og ganga úr skugga um að það sé rétt, viðeigandi, aðgengilegt og í samræmi við tón og stíl Ísland.is,
 • miðla undirstöðuatriðum í efnishönnun til teymisins og alls opinbera kerfisins,
 • vera talsmaður notenda þjónustunnar og stöðva beiðnir sem snúa ekki að þörfum notenda.

Vefhönnuður

Vefhönnuður styður teymið við mótun þjónustu sem er notendamiðuð og aðgengileg, ásamt því að tryggja samræmda notendaupplifun.

Í samræmi við þá þjónustu sem verið er að hanna getur verið þörf á stærra teymi hönnuða með mismunandi sérhæfingu. Til dæmis gæti vantað hönnuði með sérhæfingu í gagnvirkni, framsetningu efnis, þjónustuhönnun eða grafíska hönnuði. Best er að ráða hönnuð með sérhæfingu í gagnvirkni sem fyrsta meðlim í hönnunarteymi.

Forritari

Það þarf forritara í teymið til þess að:

 • búa til aðgengilegan hugbúnað með þarfir notenda í fyrirrúmi og í samræmi við tilgang þjónustunnar,
 • veita ráðgjöf um tæknilega möguleika við hönnun,
 • skrifa, aðlaga, viðhalda og styðja kóða,
 • bæta stöðugt þjónustuna með nýjum tólum og tækni,
 • leysa tæknileg vandamál.

 

Önnur hlutverk

Frammistöðurýnir

Aðstoðar teymið við að skilja og bæta þjónustuna með því að safna og birta lykil upplýsingar um frammistöðu þjónustunnar.

Tækniarkitekt

Vinnur með teyminu og hugsanlega utanaðkomandi aðilum hvað viðkemur tæknilegum þörfum og umbótum á hugbúnaði og vefþjónustu.

DevOps-forritari

Sér um rekstur á keyrslukerfum og aðstoðar teymið við að hanna hugbúnað með áherslu á rekstrarhæfni.

Viðskiptagreinir

Vinnur með vörustjóra og þjónustuveitanda við að greina kostnað við hönnun og rekstur vörunnar ásamt því að finna hugsanlega birgja.

Gæðastjóri og notendakönnuður

Gæði vörunnar er á ábyrgð allra í teyminu en endanleg ábyrgð liggur hjá þjónustuveitanda. Til að tryggja að varan hafi verið vandlega prófuð er gott að fá utanaðkomandi til verksins og gæðarýni.

Agile-vöruþróun

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is