Samvinna

Vefhandbókin

28.3.2019

Vefhandbókin er leiðarvísir fyrir opinbera aðila til að reka nytsama vefi.

Markmið

Vefir opinberra aðila snúast fyrst og fremst um að veita almenningi þjónustu og upplýsingar um réttindi og skyldur. Áður en stofnanir og sveitarfélög ráðast í vefuppsetningu eða breytingar á vefjum sínum, t.d. til að auka stafræna þjónustu, er nauðsynlegt að skilgreina hvaða þjónustu á að veita og að hvaða markmiðum er stefnt. Markmiðið með vefhandbókinni er að tryggja samræmi í vefhönnun opinberra aðila, bæta þjónustu við almenning og almenn gæði í tengslum við aðgengi fatlaðs fólks og eldri borgara.

Um vefhandbókina

Vefhandbókin var fyrst gefin út árið 2008 og hefur síðan verið uppfærð tvívegis, árin 2012 og 2014. Í endurskoðun árið 2012 var meðal annars bætt við umfjöllun um lýðræðislega virkni á vefnum og kaflinn um aðgengismál var uppfærður. Í endurskoðun 2014 var sérstaklega litið til 1. og 4. kafla sem hafa tekið nokkrum breytingum. Meiri áhersla hefur verið lögð á undirbúning vefverkefna, skrif fyrir vefinn, starf vefstjórans og notendaupplifun. Efnið í heild hefur verið endurskoðað með tilliti til örrar þróunar í notkun snjalltækja. Þá var bætt við kafla um öryggismál þar sem meðal annars er að finna gátlista og skjal fyrir sjálfsmat.

Handbókin skiptist í sex yfirkafla:

  1. Undirbúningur.
  2. Þróun og hönnun.
  3. Aðgengi og nytsemi.
  4. Notagildi og innihald.
  5. Lýðræðisleg virkni.
  6. Öryggi.

 

Könnun

Í nóvember 2018 var gerð könnun á notkun vefhandbókarinnar og voru niðurstöður birtar í framhaldinu. Niðurstöðurnar má nálgast hér.

Vefhandbókin er birt á vef Stjórnarráðsins undir Upplýsingasamfélagið.

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is