Samvinna

Stafræn viðmið

7.3.2019

Stafræn þjónustuviðmið skiptast í 16 áherslumál sem eru til þess fallin að hjálpa stofnunum að búa til og þróa  stafræna þjónustu.

Á þessari síðu

16 þjónustuviðmið

1. Skilja þarfir notenda

Greindu notendur þjónustunnar og þarfir notendahópsins. Þjónustan er svo hönnuð og þróuð út frá niðurstöðum greininga.

2. Gera reglulega notendakannanir og notendaprófanir

Gerðu áætlun um endurteknar rannsóknir og prófanir á raunverulegum notendum til að tryggja að þjónustan verði sniðin að þörfum þeirra.

3. Þverfagleg teymi

Settu saman þverfaglegt teymi sem getur hannað, byggt upp og rekið stafræna þjónustu. Einstaklingur með viðeigandi hæfni er best til þess fallinn að leiða teymisvinnuna. Tryggja þarf að sá sem býður þjónustuna hafi umboð til ákvarðanatöku.

4. Notendamiðuð þjónustuhönnun og Agile-aðferðafræði

Þú ættir að sníða þjónustuna eftir notendamiðaðri þjónustuhönnun. Þú skalt styðjast við Agile-aðferðafræði og notendamiðaða nálgun við þróun þjónustunnar.

 

 

5. Ítra, endurskoða og endurbæta ferlið

Gerðu ráð fyrir að endurskoða og endurbæta reglulega og tryggðu að þú hafir getu, aðföng og tæknilegan sveigjanleika til þess.

6. Meta á tól og kerfi við lausnamiðaða vinnslu

Skilja þarf hvaða tól og kerfi eru nauðsynleg til að hanna, innleiða, hýsa, reka og mæla þjónustuna.

 

 

7. Skilja og uppfylla kröfur um öryggi og persónuvernd

Greina hvaða persónutengdu gögn og upplýsingar þjónustan mun veita eða geyma og meta öryggi, lagalegar skyldur og persónuvernd. Fá ráðgjöf sérfræðinga þegar það á við.

8. Samræma og aðlaga hönnun

Hannaðu þjónustu samkvæmt viðurkenndu hönnunarkerfi.

9. Nota opna staðla og sameiginlegan vettvang

Notaðu opna staðla þegar þú leitar lausna og sameiginlegan vettvang þar sem það er viðeigandi. Það sparar tíma og peninga að nota það sem til er og kemur í veg fyrir að þú verðir háður seljenda lausna.

10. Opinn og frjáls hugbúnaður

Tryggðu að nýir kóðar séu opnir, þ.e. ókeypis til notkunar fyrir almenning og/eða til að breyta eftir þörfum.  Opinn og frjáls hugbúnaður minnkar kostnað við verkefni, kemur í veg fyrir tvíverknað og eykur gegnsæi.

 

 

11. Tryggja aðgengi

Tryggðu að þjónustan sé aðgengileg fyrir alla notendur. Það þýðir að lausnin þarf einnig að gagnast fólki með fötlun, eldra fólki eða fólki sem á í erfiðleikum með að nýta sér stafræna þjónustu. Þjónustan þarf að vera aðgengileg fyrir notendur óháð því hvort fólk getur eða kann að bjarga sér í stafrænu umhverfi.

12. Prófa þarf stafræna þjónustu

Prófa þarf þjónustuna frá upphafi til enda í prófunarumhverfi sem er eins og raunumhverfið. Öll þjónusta þarf að vera skýr, einföld og auðveld í notkun óháð því hvaða tæki er notað. Það þarf að prófa vel og vandlega allt í tengslum við þjónustuna á meðan á þróun stendur.

13. Meta árangur

Meta þarf árangur út frá lykilmælikvörðum sem settir voru í verkefnavinnunni. Stafræna þjónustu þarf að meta til að stöðugt sé hægt að bæta hana.

14. Boðið sé upp á varaleið

Tryggðu að fólk geti einnig notað aðrar leiðir en stafrænar ef þörf er á því, án þess að það sé ruglingslegt. Við þurfum að tryggja að fólk geti skipt yfir í þjónustu sem ekki er stafræn, sé þess þörf, og lokið þannig erindi sínu.

15. Hvettu alla til að nýta sér stafræna þjónustu

Hvetja þarf notendur til að nota stafræna þjónustu og fasa út frá núverandi þjónustuleið. Það mun leiða af sér minni samskipti notenda við hið opinbera og þar með nýtast fjármunir ríkisins betur.

16. Gera þjónustu aðgengilega á Ísland.is

Markmiðið er að öll þjónusta hins opinbera verði aðgengileg í miðlægri þjónustugátt, þ.e. á island.is.

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is