Fréttir & greinar

Straumurinn- viltu kíkja í pakkann?

17.9.2019

Upplýsingar um hvernig hægt er kynna sér virkni  X-Road

Á undanförnum mánuðum höfum við unnið að uppsetningu á rekstrarumhverfi fyrir Strauminn á Íslandi. Unnið er að uppsetningu á þrískiptu umhverfi þ.e þróunar-, prófunar- og raunumhverfi. Staðan verkefnisins í dag er sú að þróunarumhverfið er komið langt á veg og unnið er að prófunum á ákveðnum þjónustum með Þjóðskrá Íslands. Til að byrja með mun eftirfarandi þjónusta flæða um Strauminn: þjóðskrá, fasteignaskrá, fyrirtækjaskrá og ársreikningskrá. Fyrir áhugasama er hægt að sækja standalone security server og byrja að prófa.

Það sem þú þarft að gera

  1.  Sækja Standalone-Security-Server (SSS)
  2.  Skrá þjónusturnar þínar í SSS þjóninum
  3.  Kalla í þjónusturnar þínar gegnum SSS þjóninn
  4.  Aðlaga vefþjónustuna eftir þörfum. Bætir við t.d “X-road header-um”

SSS er með 1 stk “TestOrganization” sem er með 1 stk “TestClient” og 1 stk “TestService”
Innskráning er með notandanum: xrd með lykilorð: secret

SSS er með 1 stk “TestOrganization” sem er með 1 stk “TestClient” og 1 stk “TestService”

Stand alone security server fyrir Strauminn

https://hub.docker.com/r/niis/xroad-security-server-standalone
Keyrt í gegnum docker:
docker run -p 4000:4000 -p 80:80 –name ss niis/xroad-security-server-standalone:bionic-6.21.0

Til framtíðar er mikilvægt fyrir stofnanir að auglýsa allar vefþjónustur með Open API specification

Við hlökkum til að sjá og heyra hvernig gengur og ekki hika við að hafa samband ef frekari spurningar vakna.

Höfundur greinar

Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir
Deila þessari síðu

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is