Fréttir & greinar

Tæknistefna island.is sett í samráð

8.11.2019

Stafrænt Ísland ætlar að hefja nýþróun á stafrænum lausnum sem snúa að miðlægri þjónustugátt undir merkjum island.is. Drög þessi lýsa þeirri tæknistefnu sem nýjar lausnir verða byggðar á, ásamt vinnuflæði og áherslum sem þróunarteymum ber að fylgja.

Um tæknistefnu island.is

Á island.is munu fyrirtæki og einstaklingar getað nálgast þjónustu hins opinbera á einfaldan og skilvirkan hátt. Nýjar lausnir verða opnar þannig að mörg teymi geti komið að þróun og stofnanir munu bera ábyrgð á sínu efni og þjónustu. Með opnum miðlægum lausnum gefst tækifæri á að auka gæði með sterkum áherslum og sjálfvirkum tólum. Þannig fær notandinn betri þjónustu, þróunarteymi vinna í skilvirkara umhverfi og stofnanir spara fjármagn með miðlægri þekkingu og útfærslu. Stafrænt Ísland ætlar að þróa allar lausnir sínar á frjálsan og opin hátt og mun tileinka sér skýjahýsingu.

Frétt um málið á vef Stjórnarráðsins má sjá hér

Innihald tæknistefnu island.is

Drög að tæknistefnu tekur á eftirfarandi atriðum:

 • Útfærslu á nýsmíði stafrænna lausna fyrir island.is
 • Skilgreiningu á tækninotkun framenda og bakenda
 • Vinnuflæði teyma
 • Kóðageymslu og skýjahýsingu

8 megináherslur í þróun opna miðlægra lausna undir island.is:

 • Aðgengismál
 • Frjáls hugbúnaður
 • Hröð notendaupplifun
 • Notendamiðuð hönnun
 • Stöðugt rekstrarumhverfi
 • Tungumálastuðningur
 • Þróunarumhverfi
 • Öryggismál

Um er að ræða 1. útgáfu af tæknistefnu island.is sem Stafrænt Ísland gefur út. Tæknistefna island.is verður í sífelldri þróun og nýjasta útgáfa ávallt birt á vef island.is. Lesendur eru hvattir til að koma athugasemdum um innihald tæknistefnu á framfæri hér á Samráðsgáttinni.

Höfundur greinar

Jónatan Örlygsson Jónatan Örlygsson
Deila þessari síðu

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is