Stafrænt Ísland

Um okkur

Verkefnastofa um stafrænt Ísland var sett á laggirnar í upphafi árs 2018. Stafrænt Ísland vinnur að því að aðstoða opinberar stofnanir við að bæta stafræna þjónustu við almenning með því að gera þjónustuna skýrari, einfaldari og hraðvirkari. Nú eru starfsmenn verkefnastofunnar níu með fjölbreyttan bakgrunn og vinna að margvíslegum verkefnum.

Stafrænt Ísland
Teymið

Teymið okkar

Andri Heiðar Kristinsson

Stafrænn leiðtogi

andri.kristinsson@fjr.is

Edda Arnaldsdóttir

Verkefnastjóri

edda.arnaldsdottir@fjr.is

Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir

Verkefnastjóri

gudlaug.thorhallsdottir@fjr.is

Hólmfríður Sigríður Jónsdóttir

Verkefnastjóri

holmfridur.jonsdottir@fjr.is

Jónatan Arnar Örlygsson

Verkefnastjóri

jonatan.orlygsson@fjr.is

Vésteinn Viðarsson

Verkefnastjóri

vesteinn.vidarsson@fjr.is

Vigfús Gíslason

Verkefnastjóri

vigfus.gislason@fjr.is

Hvers vegna verkefnastofa um Stafrænt Ísland?

Framfarir í upplýsingatækni liðinna ára hafa umbylt hugmyndum og aðferðum við veitingu opinberrar þjónustu. Tækninýjungar líkt og gervigreind, vélmenni og nettenging hluta hafa rutt eldri aðferðum úr vegi og skapað margvísleg tækifæri fyrir þjónustuveitendur. Þjóðfélagið allt nýtur góðs af þessum framförum sem skila sér í meiri skilvirkni, minnka kostnað og bæta þjónustu. Tækniframfarir hafa nú þegar breytt því hvernig opinber þjónusta er veitt og gert almenningi kleift að nálgast þjónustu yfir 300 stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka með öruggum hætti á netinu með rafrænni auðkenningu.

Kannanir sýna að almenningur vill geta nálgast þjónustu hins opinbera í gegnum netið, hvar og hvenær sem er. Frá og með árinu 2020 er stefnt að því að stafræn samskipti verði meginsamskiptaleið hins opinbera við fyrirtæki og almenning og fari fram í gegnum Ísland.is. Á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið sett á fót verkefnastofa um stafrænt Ísland, sem leiðir þróun stafrænnar þjónustu hins opinbera. Öll verkefni sem verkefnastofan sinnir eru unnin í samstarfi við ráðuneyti og stofnanir og hafa að markmiði að styðja við stafræna þróun, auka samstarf á milli opinberra aðila og greina tækifæri til samrekstrar.

Ein helsta forsenda þess að hægt sé að bæta stafræna þjónustu er að einstaklingar og fyrirtæki geti treyst því að hún sé jafn örugg og hefðbundin þjónusta. Tölvukunnátta almennings og aðgengi að tölvum þarf sömuleiðis að vera gott. Ísland er vel statt í þessum efnum. Til staðar er tækniumhverfi sem byggist á rafrænum skilríkjum til auðkenningar og fullgildrar undirskriftar. Ísland er jafnframt leiðandi á sviði háhraðanettenginga og hérlendis er netnotkun með því mesta sem gerist. Þjónustan getur hins vegar aldrei orðið betri en innviðirnir sem hún byggist á og því liggja tækifæri til umbóta í uppbyggingu innviða og endurskipulagningu upplýsingatæknimála hins opinbera.

Finna má umfjöllun um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í stafvæðingu opinberrar þjónustu í Fjármálaáætlun 2020-2024.

Hlutverk og ábyrgð

  • Við erum stefnumótandi fyrir upplýsingatæknimál og stafræna þjónustu hins opinbera.
  • Við búum til stefnu, staðla og vettvang fyrir stafræna þjónustu hins opinbera.
  • Við veitum ríki og stofnunum ráðgjöf varðandi upplýsingatækni og fjárfestingu í stafrænum lausnum.
  • Við höldum utan um stærri fjárfestingar í  upplýsingatækni og stafrænum lausnum.
  • Við tryggjum prófanir á stafrænum lausnum og innviðum með þarfir notenda í huga.

Markmiðið er að auka hæfni hins opinbera til að veita notendum betri þjónustu.

Megináhersla alls sem við gerum er fólk. Við einsetjum okkur að þjónusta okkar henti öllum, alls staðar, óháð hæfni þeirra. Sú þjónusta sem við komum að er prófuð á raunverulegum notendum til að tryggja að við séum á réttri leið.

Framtíð
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?