Um vefinn

Um vefinn

Markmið vefsins er að veita almenningi og stofnunum upplýsingar um stafræna þjónustu og þróun hins opinbera. Verkefnastofa um Stafrænt Ísland heldur úti vefnum. Á vefnum getur almenningur og stofnanir tekið þátt í stafrænni umbreytingu og nálgast upplýsingar og efni sem nýtist í stafrænni vegferð hins opinbera. Lögð er áhersla á að efni sé framsett með skýrum hætti, uppfært eftir þörfum og nýtt efni birt reglulega.

Þróun vefsins

Stafrænt Ísland vinnur markvisst að þróun á vefnum, hvort sem um ræðir útlistbreytingar, notkunarmöguleika, efni og/eða upplýsingar. Þessi þróun tekur mið af notkunarprófunum á vefnum, nýjum stöðlum og stefnum í vefmálum sem og öðrum innri og ytri þáttum sem kunna að hafa áhrif á vefinn.

Stafrænt Ísland leggur kapp á að allar upplýsingar og efni á vefnum sé uppfært reglulega og sé í takt við markmið vefsins. Þrátt fyrir þetta kann að vera að efni eða upplýsingar á stafraent.island.is eigi ekki lengur við.

Allar ábendingar eru vel þegnar og skulu sendast á tölvupóstfangið stafraentisland@fjr.is

Aðgengismál

Stafrænt Íslands leitast við að fylgja stefnu íslenskra stjórnvalda í aðgengismálum á vefnum. Samkvæmt þeirri stefnu skal vefurinn fullnægja kröfum WCAG 2.0 AA staðals (Web Content Accessibility Guidelines) um aðgengismál. Samkvæmt þessum staðli skal allt efni á vefsíðu vera aðgengilegt öllum í því formi sem notandi krefst, meðal annars fyrir blinda, sjónskerta og aðra sem kunna að nota hjálpartæki við notkun vefja.

Persónuvernd

Stafraent.island.is notast við SSL-skilríki. Þessi skilríki tryggja það að vefurinn er dulkóðaður með HTTPS eða Hypertext Transfer Protocol Secure. HTTPS eru samskiptareglur milli notenda og vefsíðu til að standa vörð um heiðarleika og trúnað í tengslum við allar þær upplýsingar sem flæða á milli tölvu notandans og vefsíðunnar, með því að dulkóða öll samskipti notanda við vefsíðuna.

Öryggi HTTPS er þrískipt:

  1. Dulkóðun: Öll gögn sem fara á milli tölvu notandans og vefþjóns vefsíðunnar eru dulkóðuð til að vernda þau gegn þeim sem reyna að komast í gögnin. Dulkóðunin kemur í veg fyrir að einhver geti komist að því hvað notandinn var að gefa á vefsíðunni, hvað þá stolið upplýsingum.
  2. Gögnin haldast óbreytt: Á ferð sinni milli tölvu og vefþjóns haldast gögnin óbreytt. Það er ekki hægt að breyta og sýkja gögnin á ferðalaginu án þess að það uppgötvist.
  3. Auðkenning: Gengið úr skugga um að notandinn sé í samskiptum við áætlað vefsvæði. Auðkenningin verndar notandann gegn árás þriðja aðila.

Stafrænt Ísland meðhöndlar persónuupplýsingar, sem kunna að safnast við notkun á vefnum, í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Lögð er áhersla á að meðhöndlun persónuupplýsinga sé lögleg og þær séu einungis meðhöndlaðar af viðeigandi aðila á viðeigandi hátt.