Verkefnin

Pólstjarnan

19.3.2019

Pólstjarnan er verkefni sem snýr að samrekstri Microsoft-umhverfisins fyrir opinbera aðila.

Um hvað snýst verkefnið?

Hinn 1. júni 2018 keypti fjármála- og efnahagsráðuneytið, fyrir hönd A-hluta stofnana ríkisins, Microsoft-hugbúnaðarleyfi fyrir skrifstofuumhverfi. Verkefnið Pólstjarnan snýr að skipulagningu og undirbúningi fyrir innleiðingu á þeim hugbúnaðarlausnum.

 

Af hverju er verkefnið unnið?

Hagræði ríkisins á keyptum Microsoft-hugbúnaðarlausnum snýst ekki einvörðungu um sameiginleg innkaup hugbúnaðarleyfa heldur að verulegu leyti um rétta nýtingu þeirra lausna. Pólstjarnan mun tryggja rétta innleiðingu og nýtingu lausnanna hjá stofnunum. Rétt innleiðing snýr að tæknilegri uppsetningu, öryggi gagna, nýtingu nýrra samvinnumöguleika, samnýtingu þekkingar og samræmingu vinnuumhverfis milli stofnana.

Fyrir hverja er verkefnið unnið?

Verkefnið mun snerta flesta starfsmenn A-hluta stofnana ríkisins, eða um 11% starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði (tölurnar byggjast á tölfræði og útgefnu efni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sbr. vef Stjórnarráðsins). Auk þess snertir verkefnið marga nemendur í ríkisreknum framhaldsskólum og háskólum.

Við hvað styður verkefnið?

Verkefnið eykur hagræði hvað varðar nýtingu samræmdra hugbúnaðarlausna. Með nýjum tæknigrunni hjá öllum stofnunum ríkisins bjóðast tækifæri til aukins, sveigjanlegs samskiptamáta með öruggum hætti milli og innan stofnana. Verkefnið eykur einnig gagnaöryggi og stuðlar að bættum rekstri fyrir allar stofnanir.

Hvernig nýti ég þjónustuna?

Með réttri framkvæmd Pólstjörnunnar hefur ríkið tækifæri til að bjóða öflugri þjónustu.

Hvenær verður boðið upp á þjónustuna?

Gert er ráð fyrir að undirbúningsfasi Pólstjörnunni verði lokið í fyrir sumarið 2019 og þá mun formleg innleiðing hefjast.

Nánar um Pólstjörnuna

Pólstjörnuverkefnið er með upplýsingasíðu sem er uppfærð reglulega: Upplýsingavefur Pólstjörnunnar 

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is