Verkefnin

Samstarfsverkefni

13.3.2019

Eitt af hlutverkum okkar er að vinna þvert á allar opinberar stofnanir. Í því felast mörg tækifæri til samnýtingar lausna, ólíkt því sem áður hefur verið á Íslandi.

Hvernig nálgumst við samstarfsverkefni?

Þegar kemur að þróun á stafrænum lausnum í þjónustu hins opinbera viljum við vera með frá upphafi til að styðja stofnanir og gera þeim kleift að nýta þær fjölmörgu lausnir sem þegar eru til staðar á sem bestan máta. Aðkoma okkar getur verið margvísleg. Í fyrstu getum við aðstoðað við mat á þjónustunni sem á að bæta. Það getur falið í sér að kortleggja þjónustuna eins og hún er, meta ávinning af því að gera hana stafræna og skipuleggja áframhaldandi þróunarvinnu. Í framhaldinu er ákveðið hvernig Stafrænt Ísland getur orðið að liði.  Við getum til að mynda stutt við verkefni, leitt verkefni eða þjálfað starfsfólk.

Nánar um aðferðafræði stafræns stuðnings má finna hérna.

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is