Verkefnin

Sjálfsafgreiðsla

7.3.2019

Með sjálfsafgreiðslugátt á Ísland.is eiga fyrirtæki og einstaklingar að geta sinnt helstu erindum sínum við opinbera aðila á einum stað á netinu. Markmiðið með fyrstu útgáfu af sjálfsafgreiðslugátt er að einfalda til muna ferlið við að afla leyfa til að stofna til atvinnurekstrar á Íslandi. Ein gátt sparar tíma, fyrirhöfn og kostnað ásamt því að flýta fyrir afgreiðslu.

Um hvað snýst verkefnið?

Gögn flytjast, ekki fólk.

Með sjálfsafgreiðslugátt á Ísland.is eiga fyrirtæki og einstaklingar að geta sinnt helstu erindum sínum við opinbera aðila á einum stað á netinu. Í sjálfsafgreiðslugátt geta auðkenndir einstaklingar og lögaðilar sótt um leyfi og þjónustu í öruggu umhverfi.

Af hverju er verkefnið unnið?

Markmið með sjálfsafgreiðslugátt er þríþætt:

  1. Auðvelda þeim sem sækja um leyfi til opinberra aðila alla umsýslu og meðferð fylgigagna á einum stað.
  2. Veita umsagnaraðilum yfirsýn yfir útistandandi umsagnir og möguleika á að afgreiða þær og ganga frá þeim á einum stað.
  3. Veita leyfisveitanda yfirsýn yfir umsóknir sem liggja fyrir og umsagnir skyldra umsagnaraðila ásamt möguleika á samskiptum við umsækjendur og að lokum að veita leyfin.

Fyrir hverja er verkefnið unnið?

Einstaklinga og fyrirtæki sem þurfa að sækja opinbera þjónustu.

Við hvað styður verkefnið?

Verkefnið styður einstaklinga og fyrirtæki sem þurfa að sækja opinbera þjónustu og sparar sporin og dýrmætum tíma verður betur varið.

Hvernig nota ég þjónustuna?

Allar umsóknir og leyfi verða aðgengileg á einum stað á Ísland.is. Innskráning er möguleg með rafrænum skilríkjum og Íslykli. Nauðsynleg gögn frá stofnunum eru sótt í gáttina og spara þannig umsækjanda sporin. Umsækjandi fylgist síðan með ferli umsókna á einum stað á „mínum síðum“ á Ísland.is. Hægt verður að greiða fyrir umsagnir og vottorð í gáttinni, þar sem það á við.

Hvaða þjónusta er í boði?

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is