Verkefnin

Stafrænn stuðningur

7.3.2019

Eitt af hlutverkum Stafræns Íslands er að styðja stofnanir í stafrænni vegferð og vinna með fólki að því að búa til stafrænar lausnir.

Um hvað snýst verkefnið?

Eitt af hlutverkum okkar er að styðja stofnanir sem vilja koma þjónustuferlum sínum á stafrænt form eða bæta þá ferla sem þegar eru til staðar. Stuðningurinn getur verið margvíslegur og í raun eins mikill eða lítill og stofnunin þarf á að halda. Dæmi um þjónustu sem við veitum er:

 • Aðstoð við að greina hugmyndir og skipuleggja stafræn verkefni.
 • Leiða vinnustofur í notendamiðaðri þjónustuhönnun.
 • Stærri og smærri vinnustofur.
 • Þverfagleg stafræn teymi.
 • Verkefnastjórn þróunarverkefna.
 • Ráðgjöf um hvernig hægt er að nýta þá stafrænu innviði sem nú þegar eru til staðar.
 • Viðburðir og ráðstefnur.
 • Deila hugmyndum sérfræðinga.
 • Stuðla að samstarfi milli opinberra aðila.
 • Aðstoða stofnanir við kaup á stafrænum lausnum og þjónustu.

Af hverju veitum við stafrænan stuðning?

Til að ná því markmiði að stafræn samskipti verði meginsamskiptaleið ríkisins við fyrirtæki og almenning þarf að auka hæfni opinberra starfsmanna er snýr að stafrænni umbreytingu. Stafræn tækni skiptir miklu máli því að samfélagið, hagkerfið, fyrirtæki og stofnanir munu verða stafræn.

 • Við viljum hafa áhrif á vegferðina og gæta þess að stafrænir þjónustuferlar hins opinbera séu unnir með það að markmiði að bæta þjónustu og notendaupplifun og að þeir uppfylli þjónustuviðmið Island.is varðandi virkni, framsetningu og birtingu.
 • Við viljum byggja upp þekkingargrunn hjá stofnunum svo að þær verði betur í stakk búnar til að bregðast við auknum væntingum fólks til þjónustu og geti tekið þátt í stafrænu tæknibyltingunni sem nú þegar er hafin.
 • Við viljum vera í góðu samstarfi við alla opinbera aðila, háskóla og fyrirtækin í landinu og sýna sérfræðingum hins opinbera árangursríkar aðferðir til að finna notendamiðaðar stafrænar lausnir sem bæta þjónustu.
 • Við viljum stuðla að skilvirkara verklagi með nýjum endurhönnuðum þjónustuferlum til að fólkið í landinu fái notið bestu mögulegu þjónustu, hver sem tæknileg þekking þess er.

Hverjir geta nýtt sér stafrænan stuðning?

Sá stafræni stuðningur sem við bjóðum upp á getur í raun nýst öllum, en við höfum skipt notendahópnum í tvennt:

 1. Opinberar stofnanir. Þessi þjónusta er í raun sniðin að þessum notendahópi og á þessari síðu eru upplýsingar um þá þjónustu sem við bjóðum stofnunum.
 2. Einstaklingar og fyrirtæki. Öll þau tæki og tól sem við bjóðum upp á er hægt að hlaða niður endurgjaldslaust.
  – Við finnum notendamiðaðar lausnir og erum þess vegna alltaf á höttunum eftir fólki sem hefur skoðanir á þjónustu hins opinbera.
  – Við höfum gaman af því að breiða út boðskapinn um verkefnin okkar, notendamiðaða hönnun og þá stafrænu innviði sem við erum að byggja upp, þannig ekki hika við að hafa samband ef þú hefur áhuga á að vita meira eða kanna samstarf, aðkomu að innviðunum eða spjalla um stafrænar lausnir.

Hvað felst í stafrænum stuðningi?

Stuðningurinn felst í samræmi í opinberri þjónustu, samlegðaráhrifum og bestu mögulegu nýtingu stafrænna innviða.

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is