Verkefnin

Straumurinn

5.4.2019

Straumurinn (X-Road) er gagnaflutningslag sem er ætlað að auðvelda samskipti milli upplýsingakerfa á öruggan hátt.

 

Um hvað snýst verkefnið?

Innleiðing á Straumnum (X-Road) Íslandi hófst formlega í nóvember 2018 þegar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirritaði samstarfssamning við Finna og Eista.

Straumurinn er gagnaflutningslag fyrir upplýsingakerfi og er vistkerfi sem er í senn tæknilegt umhverfi og skipulag og tryggir örugg gagnasamskipti á milli upplýsingakerfa. Straumnum er ætlað að auðvelda samskipti milli upplýsingakerfa á landsvísu með öruggum hætti.

Stofnanir og fyrirtæki geta tengst Straumnum. Með því að nýta Strauminn verða samskiptaleiðir milli upplýsingakerfa staðlaðar sem eykur hagræðingu í uppsetningu og rekstri.

Straumurinn gerir stofnunum kleift að eiga í samskiptum við borgara með mismunandi kerfum eða vefgáttum (skjalastjórnunarkerfi og upplýsingakerfi stofnana) á mun sveigjanlegri hátt en áður hefur þekkst. Sem dæmi geta upplýsingar um einstaklinga, sem skráðar eru í einu kerfi, flætt yfir í annað. Það minnkar tvíverknað og ekki þarf að óska eftir upplýsingum  frá borgurunum, sem ríkið býr þegar yfir.

Straumurinn er með fjölþætt öryggiskerfi: Sannvottun og auðkenningu notenda, dulkóðun á gögnum og tímastimplaðar aðgerðir sem tryggir rekjanleika.

Straumurinn er þróaður af Eistum og Finnum fyrir opinbera þjónustu og hefur verið í notkun frá 2002. Ísland mun gerast samstarfsaðili þessara landa um nýtingu Straumsins nú á haustmánuðum.

Af hverju innleiðum við Strauminn?

Með innleiðingu verða samskiptaleiðir milli upplýsingakerfa staðlaðar sem eykur hagræðingu í uppsetningu og rekstri. Þetta kemur í veg fyrir tvíverknað í samskiptum við hið opinbera. Sem dæmi geta upplýsingar um einstaklinga, sem skráðar eru í einu kerfi, flætt yfir í annað.  Það minnkar tvíverknað og ekki þarf að óska eftir upplýsingum frá borgurunum, sem ríkið býr þegar yfir.

Gögn fara á milli stofnana, ekki fólk.

Fyrir hverja er verkefnið unnið?

Straumurinn er undirstaða miðlægrar þjónustugáttar fyrir borgara landsins. Lögð er áhersla á að sinna öllum borgurum jafn vel. Straumurinn er undirstaða þess að borgarar landsins geti sótt alla þjónustu hins opinbera á einum stað í miðlægri þjónustugátt.

Allar opinberar stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki í landinu geta nýtt sér Strauminn til að flytja gögn sín á milli með það að markmiði að bæta þjónustu við almenning í landinu.

Við hvað styður verkefnið?

Straumurinn tryggir og stuðlar að samvirkni upplýsingakerfa hjá mismunandi stofnunum. Straumurinn mun einnig tryggja öruggan, staðlaðan og dulkóðaðan gagnflutning á milli hins opinbera og fyrirtækja í landinu. Þannig geta fyrirtæki og einstaklingar sótt upplýsingar um sig með einföldum og öruggum hætti á einum stað.

Hvernig nýti ég Strauminn?

Þegar Straumurinn hefur verið settur upp og er tilbúinn til notkunar munu stofnanir geta miðlað upplýsingum sín á milli. Hægt verður að sjá á vefsíðunni Straumurinn.island.is hvaða þjónusta er í boði og sækja um aðgang til að miðla gögnum til almennings og annarra stofnana.

Hvenær verður Straumurinn tilbúinn?

Stefnt er að því að hluti þjónustunnar verði aðgengileg í byrjun árs 2020.

Nánar um Strauminn

X-Road community:
https://x-road.global/

X-Road er opinn hugbúnaður. Hægt er að finna allt um hann á Github:

https://github.com/nordic-institute

Á döfinni

Fréttir og greinar

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is