Verkefnin

Tækniarkitektúr opinberra aðila

1.4.2019

Hingað til hefur hvorki verið samræmd stefna né tilmæli um hvernig stofnanir ríkisins og sveitarfélög skuli tryggja að upplýsingatæknikerfi þeirra bjóði samhæfða, samræmda þjónustu þvert á skipulagsheildir. Verkefninu er ætlað að bæta úr því.

Um tækniarkitektúr opinberra aðila

Skilgreining á tækniarkitektúr opinberra aðila hefur að markmiði að samræma uppbyggingu og skipulag upplýsingatækni þeirra. Með verkefninu verður skilgreindur tæknilegur rammi sem opinberir aðilar skulu fylgja við uppbyggingu og skipulag á notkun upplýsingatækni. Við skilgreiningu rammans er gætt að atriðum er varða öryggi, hagkvæmni og skilvirkni veittrar þjónustu. Þannig leggur verkefnið grunn að samhæfðri opinberri þjónustu við borgara landsins þvert á stofnanir og sveitarfélög.

Af hverju tækniarkitektúr opinberra aðila?

Hingað til hefur hvorki verið til samræmd stefna né tilmæli um hvernig stofnanir ríkisins og sveitarfélög skuli tryggja að upplýsingatæknikerfi þeirra bjóði samhæfða og samræmda þjónustu þvert á skipulagsheildir. Verkefninu er ætlað að bæta úr því.

Fyrir hverja er tækniarkitektúr opinberra aðila?

Það er í höndum fjármála- og efnahagsráðuneytisins að samhæfa upplýsingatækni opinberra aðila. Verkefninu er ætlað að vera rammi fyrir alla opinbera aðila á Íslandi. Afurð þess, samhæfð opinber þjónusta, mun gagnast öllum borgunum landsins.

Hvernig verður hægt að nota tækniarkitektúr opinberra aðila?

Sameiginlegar reglur og fyrirmæli tækniarkitektúrsins mynda ramma um þær lausnir sem stjórnendur upplýsingatækni opinberra aðila nota því að það þarf að fylgja settum reglum og fyrirmælum. Almennur borgari mun njóta afleiddra áhrifa þessa verkefnis með samhæfðri, stafrænni þjónustu.

Hvenær verður hægt að bjóða upp á þjónustuna?

Við lok árs 2019 verður fyrsta útgáfa að tækniarkitektúr opinberra aðila tilbúin. Með því er tekið fyrsta skrefið í átt að formlegri stýringu á sameiginlegu stjórnskipulagi og fyrirmælum um grundvallarþætti í upplýsingatæknirekstri opinberra aðila.

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is