Fréttir & greinar

Verðfyrirspurn fyrir vörumerki island.is

19.6.2019

Stafrænt Ísland óskar eftir tilboðum fyrir hönnun á vörumerki island.is.

Um verðfyrirspurn

Fjármála-og efnahagsráðuneytið / Stafrænt Ísland vinnur að gerð miðlægrar stafrænnar þjónustugáttar fyrir opinbera þjónustu undir merki island.is, og óskar eftir tilboðum í endurhönnun á vörumerkinu island.is.

Vörumerki island.is er hluti af stærra verkefni sem felur í sér hönnun, verkefnastjórn og forritun á nýrri lausn fyrir miðlæga þjónustugátt island.is og þeirri þjónustu sem þar verður í boði. Sjá nánar um verkefnið á: https://stafraent.island.is/verkefni/nytt-island-is/

Mikilvægar dagsetningar

Framlengdur frestur:

  • Fyrirspurnarfrestur: Til 3. júlí 2019
  • Svarfrestur: Eigi síðar en 5. júlí 2019
  • Skilafrestur: 10. júlí 2019
  • Afhendingartími: Vinna við vörumerki skal vera lokið ekki seinna en 6 vikum frá upphafi verks. Sjá nánari útskýringar í viðauka við verðfyrirspurn 29. júní 2019

 

Nánar um verðfyrirspurn

Svör við fyrirspurnum

Spurningar

Þú sendir okkur tölvupóst á stafraentisland@fjr.is með með þinni spurningu fyrir 26. júní . Spurningin og svar verður birt hérna á vefsíðunni fyrir alla ekki seinna en 28. júní.

Hér er á ferðinni góð spurning sem krefst frekari skýringar í verðfyrirspurn og leiðréttist hér með:

Gerð er krafa um að verk hefjist á tímabilinu 7. ágúst – 11. september 2019. Við óskum eftir því að vita hvenær bjóðandi getur hafið verk á því tímabili og uppgefin dagsetning hefur vægi í valforsendum undir lið 4.2 (sem þýðir að því fyrr sem bjóðandi getur hafið verk því hærra skor fær bjóðandi í lið 4.2).

Valnefnd fer yfir tilboð fyrir 2. ágúst og verksali getur hafið verk 7. ágúst hið fyrsta sé gengið til samninga. Verkefnið hefst svo á dagsetningu sem valinn bjóðandi tilgreinir í tilboði á tímabilinu 7. ágúst – 11. september, sé gengið til samninga.

Verki skal svo lokið eigi síðar en 6 vikum eftir að verkkaupi getur hafið verk.

Vakin er athygli á því að skilafrestur tilboða er framlengdur um viku (til 10. júlí) vegna þessara skilgreininga og fyrirspurnarfrestur til 3. Júlí (svarfrestur til 5. Júlí).

Við erum að byrja frá grunni, ekkert brand strategy til í dag.

Í þessari verðfyrirspurn verða tilboð einungis metin út frá innsendu efni.

Það er í lagi að senda tilboð á bæði íslensku og ensku.

Höfundur greinar

Jónatan Örlygsson Jónatan Örlygsson
Deila þessari síðu

Vertu í bandi!

Tölvupóstur

stafraentisland@fjr.is